Hvernig deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum?

  • Booking.com: við erum í samstarfi við Booking.com B.V., staðsett í Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi (www.booking.com) (hér eftir Booking.com), til að bjóða þér bókunarþjónustu á netinu. Við leggjum til innihald þessarar vefsíðu og þú bókar beint hjá okkur en bókanirnar eru afgreiddar gegnum Booking.com. Upplýsingarnar sem þú setur á þessa vefsíðu verða því líka aðgengilegar Booking.com og hlutdeildarfélögum þess. Þetta kunna að vera persónuupplýsingar eins og nafn þitt, upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við þig, greiðsluupplýsingar, nöfn samferðamanna og sérþarfir og óskir þínar í bókunum. Til að fræðast um Booking.com-samstæðuna, skaltu fara á Um Booking.com.
    Booking.com sendir þér staðfestingarpóst, tölvupóst með upplýsingum fyrir komu og veitir þér upplýsingar um gististaðinn og nágrenni hans. Booking.com býður einnig upp á alþjóðlegt þjónustuver allan sólarhringinn á svæðisbundnum skrifstofum á fleiri en 20 tungumálum. Með því að deila upplýsingum þínum með alþjóðlegu starfsfólki þjónustuvers Booking.com gerir þú þeim kleift að bregðast við þegar þú þarft á aðstoð að halda. Booking.com gæti notað upplýsingarnar þínar af tæknilegum ástæðum, fyrir greiningar og í markaðstilgangi eins og lýst er í trúnaðaryfirlýsingu Booking.com. Þetta kann að þýða að upplýsingunum verði deilt með öðrum hlutdeildarfélögum Booking Holdings Inc. (Agoda.com, Rentalcars.com og Kayak.com) fyrir greiningarvinnu svo hægt sé að bjóða þér ferðatengd tilboð sem gætu höfðað til þín og bjóða þér sérsniðna þjónustu. Ef þú ert með spurningar um meðhöndlun Booking.com á persónuupplýsingum þínum skaltu hafa samband við customer.service@booking.com.
  • BookingSuite: Persónuupplýsingum þínum verður mögulega deilt með BookingSuite B.V., staðsett í Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi (suite.booking.com), fyrirtækið sem rekur þessa vefsíðu. BookingSuite gefur Booking.com persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem lýst er hér fyrir ofan.